Dæmi um nokkrar svona myndir gætu t.d. verið eins og þið segið
Dancer In The Dark, Cube, Bad Boy Bubby og líka
Happiness
Delicatessen
Starship Troopers (sem er háðsádeila ef einhver skyldi ekki hafa fattað það…held það séu nokkrir!)
Natural Born Killers
Happiness
Titanic
Being John Malkovich
Gladiator (booooring)
…og Englar alheimsins, en fyrir utan sjálfa mig veit ég aðeins um tvo sem fannst myndin krapp eða urðu fyrir vonbrigðum með hana.
Ég held að þetta stafi einkum útaf tveimur atriðum. Annað hvort er fólk of vant einhverri formúlu og fílar eða fattar ekki myndir sem falla ekki að þessari formúlu, hvort sem það er frásagnarfræðin, sviðsetningin eða hvaðeina sem er frábrugðið (t.d. Delicatessen, Being John Malkovich, Dancer In The Dark, Starship Troopers). Eða þá að innihald myndarinnar er “óþægilegt”, einhvers konar tabú sem fólk vill ekki vita af (Bad Boy Bubby, Natural Born Killers, Happiness). Svo er það náttúrulega líka faktor að sumum finnast myndir hreinlega illa gerðar eða illa leiknar og hata þær þess vegna eins og Titanic eða Gladiator sem drukkna í tæknibrellum. Tænkibrellur eru ágætar og sumir fíla þær bara útaf fyrir sig en aðrir vilja líka söguþráð. Þetta er því allt í raun spurining um smekk og “kvikmyndareynslu”, þ.e. hvað þú hefur séð áður, því maður miðar náttúrulega allar myndir við það.