Ég vill bara minna fólk á að tíminn hefur ávallt reynst besta gæðasíjan og á öllum tímum hefur fólk talað um það, í öllum listgreinum, hvað gömlu tímarnir höfðu nú verið betri. Jafnvel á sjöunda áratug 20. aldarinnar hélt fólk að aldrei kæmu neinar sérstakar myndir. Svo eru eflaust til hellingur af nýjum, frábærum myndum sem þið vitið ekkert um því allt ruslið er fyrir. Flest fræg tónskáld urðu ekkert fræg fyrr en tíminn hafði síjað ruslið frá og þá tóku menn loks eftir snilldinni sem þarna hafði leynst og bitið af sér handarbökin fyrir að geta ekki þakkað eða borgað tónskáldinu það sem það átti skilið, þetta þekkist í mörgum fleiri listgreinum en tónlist.
Gæðasíjan hefur augljóslega ekki klárað sitt verk á þeim kvikmyndum sem eru gerðar nú til dags.