Ég ákvað í vikunni að kíkja í miðnætturbíó með nokkrum vinum, myndin sem varð fyrir valinu var nýja myndin með Keanu Reeves og var þar búist við einhverri spennandi og kristinni trúar hrollvekju mynd eins og ein af mínum uppáhalds myndum: The Ninth Gate. En sú varð ekki raunin.
Myndin er um mann sem er nokkurskonar excorsist,hann læknar fólk sem er andsetið af djöflinum. En þessi hugmynd var sett í alltof mikinn töffara stíl. En síðan ætlar sonur djöfulsins að yfirtaka heiminn og blablabla.
Ég var að vonast eftir smá hræðslu, en hvernig er hægt að hræðast þegar að vondi kallinn er lítill reiður mexíkani? Raunar þá hræddu auglýsingarnar á undan myndinni mig meira, sérstaklega útaf þeim þá hélt maður að þetta væri eitthvað scary en svo er ekki.
3 af 10, 1 ½ * af 5.
Stríð getur einungis af sér fleiri stríð og dauða, lærum af boðskap Gandhi.