Eins og alltaf er ég að ráfa á netinu og rakst á nýja mynd eða sem er í skoðun (gera) og þetta er endurgerð mynd af þessari gömlu sígildari sögu af King-Kong apanum stóra. Og það er soltið flott að Andy Serkis(Gollum, LOTR The Two Towers, LOTR Return Of The King) fær hlutverkið að leika apan stóra. Ég ætla að fjalla um þetta nánar hérna fyrir neðan.
Það er enginn annar en Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings myndanna, sem leikstýrir þessari endurgerð af gamla meistarastykkinu King Kong. Í helstu hlutverkum eru Naomi Watts (21 Grams), Jack Black (School of Rock, High Fidelity), Adrien Brody (The Pianist), Jamie Bell (Billy Elliot), Colin Hanks (Orange County) og hreyfingar apans túlkar Andy Serkis, sá hinn sami og sá um hreyfingar Gollum í Hringadróttinssögu.
Líkt og frumgerðin gerist sagan á fjórða áratug síðustu aldar. Hópur vísindamanna og heimildarmyndagerðarmanna ferðast til hinnar leyndardómsfullu Hauskúpueyju sem steðsett er nærri Súmötru. Þar hyggst hópurinn kanna sögusagnir um risavaxinn górilluapa sem gengur undir nafninu Kong. Þegar þeir komast að því að King Kong er raunverulegur og lifir góðu lífi í þéttum frumskóginum þar sem forsöguleg dýr lifa enn eftir milljónir ára í felum, ákveða þau að reyna að góma hann. Það reynist þó þrautinni þyngri og auk þess að berjast við apann tröllvaxna verða alls kyns kynjaverur á vegi þeirra. Að lokum reynist það svo falleg kona sem verður til þess að róa apann. Hann er svæfður og fluttur til New York-borgar þar sem hann er hafður til sýnis. En hversu lengi halda manngerðir hlekkir tíu metra vöðvafjalli?
Já og ég fékk þetta af www.laugarasbio.is
Ég veit ekki hvað lét mig fara á þaða slóð:D