Ég á við sama vandamál að stríða og nokkrir hérna, ég man eftir mynd síðan ég var lítill en get ekki fundið hana. Ég gæti svarið fyrir það að myndin hafi heitið School Trip og ég hefði líka getað svarið fyrir það að Pauly Shore hafi leikið aðalhlutverkið í henni. Út frá þessum upplýsingum finn ég hins vegar ekki neitt og finnst þess vegna líklegt að mig misminni.
Ég man að myndin fjallar um skólakrakka sem fara í ferðalag í rútu. Þetta er svona Pauly Shore-type mynd þar sem skólastjóranum, eða kennaranum, eða hvað það var, er byrlað eiturlyfjum o.s.frv. Aðalkarakterinn (eða kannski voru þeir tveir) eru helsteiktir vitleysingar sem missa nánast af ferðinni af því að þeir koma svo seint (minnir mig). Svo rámar mig í að einhver í ferðinni ætti sér draum um að hitta ljóshærða asíska konu.
Ég efast um að mér þætti þessi mynd skemmtileg í dag en það pirrar mig óskaplega að finna hvergi neitt um hana. Getur einhver hjálpað mér?