Ég er að leita að kvikmynd sem ég sá á Rúv fyrir mörgum árum síðan.
Myndin byrjar á því að fjölskylda nokkur er á ferðalagi í húsbíl, allt gott og blessað með það þangað til þau fara að finna sér stað til að leggja bílnum.
Þá byrja vandræðin, pabbinn finnur stað sem er í rauninni á fjallsbrún. Hann festir húsbílinn í einhverri leðju og byrjar að spóla og læti, svo endar það því að hann losnar úr drullunni með miklum látum en nær ekki að stoppa bílinn áður en hann dettur niður hálft fjallið ofan í mikið skóglendi. Framvindan er síðan með þeim hætti að einungis litli sonur mannsins lifir af og hann lendir í ýmsum hrakningum í skóginum.
Ég man ekkert hvernig myndin endaði né nokkuð meira úr myndinni, en þetta atriði er mér mjög minnisstætt.
Ég kalla þetta RÚV-syndromið, það er eitthvað við þessar minningar af myndum sem maður sá sem krakki í ríkissjónvarpinu.
Ef einhver kannast við þessa mynd eða veit eitthvað meira, endilega svarið þessum korki.

KURSK