Hér koma nokkrar góðar leiðir til að lifa af ef að þú lendir einhvernvegin í unglingahryllingsmyndaaðstöðu.
1.Ef að morðingjinn er að elta þig um húsið, ekki hlaupa upp stigann.
2.Ef að þú ert ein/n einhversstaðar og heyrir hljóð, ekki öskra: Halló?
3.Ef að þú ert með fólki í bíl einhversstaðar og morðingji gengur laus EKKI fara út!
4.´Manneskja í svefnpoka er vopn!
5.Ekki fara í sturtu þegar fjöldamorðingji gengur laus! Það er bara ávísun upp á að deyja.
6. Aldrei að opna útidyrahurðina, eða bara hurð almennt þegar baknað er ef að þú veist ekki hver er fyrir utan.
7.Þó að einhver sé handtekinn þarf það ekki að vera morðingjinn, alltaf að ganga úr skugga um svonalagað.
8.Löggan kemur sjaldnast fyrr en allir eru dauðir!
9.Ef þú ert ljóska með sílíkon í brjóstunum þá deyrðu.
10.Alltaf þegar að þið eruð búin að skjóta, stinga, berja o.s.frv morðingjann svo mikið að þið haldið að hann sé dauður liggjandi fyrir framan ykkur skuluð þið alltaf ganga úr skugga um það með því að drepa hann meira.
11.Ekki fara í partý þegar að morðingji gengur laus.
Komið endilega með fleiri hluti.