Þá er fyrsti Jurassic Park 3 treilerinn kominn á flakk á netið, og það eru hálf blendnar tilfinningar hjámér eftir að hafa séð hann. Hef á tilfinningunni að þetta verði meira af því sama, þeir eru bara búnir að skipta út John Hammond fyrir einhvern annan milljónamæring leikinn af William H. Macy með alveg ægilega Magnum P.I. hormottu. Það er þó ýjað að því í treilernum að það verði nýjar og “ferskar” risaeðlur á vappi í þetta sinn eins og búið var að koma fram á netinu áður. Risarisaeðla stærri en T-Rex og einhverjar eðlur sem geymdar eru í fuglabúrum… hmm hvað ætli það nú sé?
Hvað um það, þessi mynd verður vonandi bærileg heilalaus sumarskemmtun eins og hún á að vera.