Mér fannst fyrsta Anaconda myndin alltaf svolítið góð. Hellingur af góðum leikurum fyrir utan auðvitað Lopez, en Ice Cube og Jon Voight alveg að standa sig. Svo fannst mér brellurnar alveg góðar. En ég mun samt ekki fara á Anacondas, ég mun ekki taka hana á leigu, og ég mun ekki einu sinni horfa á hana ókeypis. Það er bara eitthvað sem ég hef ákveðið og ekkert mun breyta þeirri skoðun.
En með Exorcist er annað mál. Ég er orðinn það gamall að ég missti af því þegar myndin var að koma út fyrst, en nógu gamall til að ná þegar Directors Cut kom í bíó, og mér fannst myndin alveg virkilega góð, og núna að ég held tveimur árum seinna eru enn atriði úr myndinni sem sitja í mér. Svo fór ég á Exorcist: The Beginning og ég hafði bara nokkuð gaman af henni, þrátt fyrir að flestir þeir sem ég heyrði í þarna i bíóinu hafi verið að tala um að þetta hafi verið drasl. Mér fannst þetta skemmtilegar pælingar og skemmtilegt hvernig það var reynt að plata fólk með tæknibrellunum. Svo finnst mér alltaf gaman að sjá hvernig Satan er settur í bíómyndir, er alltaf að reyna að finna einhver sem slær við Gabriel Byrne í End of Days.