Ég er alveg að verða grænn á þessum DVD Encode'urum sem eru til þarna úti; annaðhvort er þetta alltof tæknilegt og ömurlegt í útliti eða þá að þetta er mjög einfalt en bara virkar ekki sjitt! Ég hef verið að nota Xmpeg en það virkar bara svona af og til; virkar ef EKKERT annað er í gangi í tölvunni, en get samt ekki stillt á 2 Passses. Svo verður þetta enn flóknara ef maður vill hafa AC3 hljóð inní með þessu.
Hafið þið einhverja góða reynslu af einhverjum forritum? Hef prufað FlaskMPEG (hætti að virka samt), Xmpeg og Gordion Knot (ojj bara).
Uppástungur?