Þetta er rosalega góð mynd og sagan eftir Stephen King sem er snillingur.
Leikstjórinn er Frank Darabont sem leikstýrði einnig myndinni “The Shawshank Redemption” og í aðalhlutverki eru þeir Tom Hanks(Paul Edgecomb) og Michael Clarke Duncan(John Coffey)
Þetta er frábær mynd,sorgleg og mjög tilfinningaleg.
Þetta er saga manns sem heitir Paul Edgecomb, hann segir vinkonu sinni á elliheimilinu sem þau eru á, frá eftirminnilegasta ári sem hann hefur upplifað.
Þetta er mjög vel leikin mynd, sem sýnir það hversu óréttlátur heimurinn getur verið.
Þetta er klárlega ein besta mynd sem ég hef séð í mjög langann tíma og ég mæli eindregið með henni (þó svo að ég sagði fyrst við móður mína: Ojj þetta getur varla verið góð mynd og ætlaði að labba í burtu)
Jæja, þetta er mitt álit á þessu meistaraverki ;)
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"