Ég ætla ekki að spoila neinu nú þegar myndin er ekki almennilega komin í kvikmyndahús en ég ætla aðeins samt að deila söguþræðinum með ykkur.(smá spoiler)
Sagan segir frá Viktor Navorski(Tom Hanks), farþega á J.F. Kenned-flugvellinum í New York. Þegar Viktor lendir í New York kemst hann að því að þegar hann er í loftinu, lendir heimalandið (Krakozia) hans í styrjöld og missti þar með sjálfstæðið sitt. Þegar Viktor kemst af því missir vinur okkar,sem kann ekki stakt orð í ensku, sjálfstæðið sitt og ríkisborgararétt sinn og verður strandaglópur á flugvellinum, en honum er meinað að fara út fyrir endamörk flugvallarins.
Myndin fjallar þar með í heild sinni frá lífi hans á flugvelinum og samskipti hans við hinn fjölbreytta, jafnt sem erfiðan heim.
Mér finnst Tom gera glæsilega hluti í þessari mynd og ekki er öðru við að búast frá honum, hann sem hefur fengið tvenn óskarsverðlaun(Forrest Gump, Philadelphia.) Hins vegar skil ég ekki af vherju Zeta Jones er þarna því að mér hefur aldrei fundist hún sértök leikkona og kom mér mjög á óvart þegar hún vann óskarinn fyrir leik sinn í Chicago.
Meira ætla ég ekki að láta frá mér í þetta sinn en samt sem áður er þetta ekki allt því að ef þið þekkið Spielberg rétt á er sjalgæft að sjá eitthvað lélegt með þessum snillingi. Samt sem áður finnst mér þessi mynd heldur langdregin á köflum, sem er órúlegt því söguþráðurinn er þvert á móti flókinn í heild sinni.
Ég hvet samt fólk eindregið að skella sér í bíó þegar myndin kemur í hús og ég lofa góðri skemmtun…….fyrir þá sem kunna að meta bíómyndir.
Kastast um heiminn kanalið