Ég var að festa kaup á Toshiba SD-200 í Einar Farestveit sem er sami spilari og þessi sem þú ert að tala um í tölvulistanum, bara nýrri týpa en nákvæmlega sama útlit. Betri grip hefði ég ekki getað hugsað mér, einn best 55þús. kall sem ég hef eytt. Spilar öll region (er búinn að prófa reg. 1 & 2) í DVD auk VCD (downloadaðar myndir af netinu m.a.), CD og HDCD. Yfirburðar myndgæði og zoom fúnksjón sem RAUNVERULEGA virkar. Gleymdu eftirlíkingum og farðu niður í Borgartún til EF og láttu þau sýna þér spilarann og meðmælin sem hann hefur fengið. Annars er hægt að sætta sig vel við ódýrari týpuna SD-100 sem er raunverulega sami spilari með minni fídusum og án dolby decodara (þarf bíómagnara með digital input til að fá dolby digital sánd)