Verð á DVD myndum hérna á Íslandi hefur farið lækkandi. Því miður hafa gæði þeirra fylgt með. Staðreyndin er sú að flestar myndir (ef þessar stærstu eru undanskildar) er fáanlegar í mjög svo slappri útgáfu hérna á frónni.
Ég er nú ekki alveg sammála Azmodan um að maður þurfi að kaupa allt að utan. Stærstu ‘blockbuster’ útgáfurnar eru venjulega svipaðar að gæðum hér og annarstaðar og verðið (svona framan af) er álíka.
Hinsvegar er nú málum orðið þannig háttað að það marg borgar sig að kaupa flestar myndir að utan. T.d. er hægt að kaupa Dark City á sirka þúsund kall hérna heima, ekki slæmt verð en þegar útgáfan er borin saman við R1 útgáfuna (sem kostar um 1500 kall frá amazon) þá er bara ekki nokkur spurning um hvorn kostinn maður á að velja.