Fer eftir hverju þú ert að leita að.
Ef þig vantar ódýran spilara sem spilar flest allt þá er bara að halda sig frá United af minni reynslu.
Ef þíg vantar spilara sem þú villt að endist eitthvað þá eru bæði Philips og Sony spilararnir mjög góður, svo ekki sé minnst á HarmanKardon.
Svo kemur náttúrulega upp spurningin hvort þú hefur einhvern áhuga á Asískum eða Áströlskum DVD útgáfum og þá verður þú að fá þér spilara sem annað hvort spilar öll kerfin eða er hægt að breyta til þess.
Ef þú ert mikið í R1 DVD myndum og ætlar þér að fá þér myndir frá Columbia/Tristar kvikmyndaverinu (Underworld, Big Fish…og margar aðrar) þá verður þú að fá þér spilara sem hefur þann eiginleika að þú getur stillt á ákveðið kerfi áður en þú setur diskinn í, þ.e. spilari sem er ekki bara alltaf R0.
Fyrir utan þessa lummu, sem skiptir mis miklu máli þá er bara að vera viss með það að spilarinn styður DTS og DD, sem að flest allir gera nú.<br><br><b><i>Azmodan.</i></