Nú óska ég þess að ráðandi aðilar í kvikmyndahússiðnaðinum á Íslandi gerist snjallir og taki eftirfarandi tvær myndir til sýningar hið snarasta. Ef ekki, þá á ég eftir að fá taugaáfall. Mig langar svo mikið að sjá þessar myndir að ég get ekki orða bundist og hreinlega verð að segja einhverjum frá þeim!
Saw (2004) - Leikstjóri: James Wan. Aðalhlutverk: Cary Elwes, Leigh Wannell og Danny Glover.
Ok … ég skil efa ykkar mjög vel. Óþekktur leikstjóri. Leikarar sem öskra ekki beint “gæði” … en guð minn góður, hafið þið séð trailerinn fyrir þessa mynd? Nei? Farið þá hingað
http://filmforce.ign.com/articles/521/521120p 1.html
Lítur vel út, ekki satt? En þetta er nú bara trailer -> hvaða mynd sem er getur verið með flottan trailer. Þá bendi ég ykkur á að kíkja á þessar umfjallanir
http://uk.imdb.com/title/tt0387564/exter nalreviews
Þær eru kannski ekki margar, en þær eru allar MJÖG jákvæðar og segja þetta bestu hryllingsmynd ársins o.s.frv., o.s.frv. Ég var sjálfur efins þar til ég sá trailerinn. Kíkið á hann. FÁIÐ ÞESSA MYND TIL LANDSINS STRAX!
Haute Tension/Switchblade Romance (2003): Leikstjóri: Alexandre Aja.
Frönsk hryllingsmynd. Miðað við síðastliðin ár, þá þýðir það aðeins eitt: Virkilega brútal ofbeldi og virkilega falleg umgjörð. Þessi hefur fengið svipað góða dóma og Saw - þið getið kíkt á umfjallanir á imdb.com eða bara hvar sem er. Ég vil fá þessa mynd í bíó STRAX! Hún er nú þegar komin út í Bretlandi!