Það tekur allt sinn tíma, og sérstaklega það að encode-a bíómynd! En það má stytta aðeins tímann sem þetta tekur með því að stilla FlaskMPEG þannig að það þjappi hljóðinu ekki neitt!
T.d. ef þú ert með VOB skrá sem inniheldur vídjó og svo 48 khz audio channel þá er mjög sniðugt að láta Flaskið þjappa myndinni (í DivX t.d.) en láta audioið bara í 48 khz PCM!
Og þegar forritið er svo búið að þjappa myndinni þá getur maður tekið .avi skránna (ef þú notar DivX t.d.) og rennt henni í gegnum forrit sem heitir VirtualDub og maður stillir það þannig að það þjappi vídjóinu ekkert en breyti audio-inu í 44.1 khz MP3!!
VD er miklu fljótari að þjappa audio-inu heldur en Flaskið og gerir það betur…þetta er samt smá handavinna og má deila um hvort taki styttri tíma, en mér finnst þessi leið best!