Það er ódýrara að kaupa nokkrar myndir í einu frá Amozon af því þeir eru með $6 í startkostnað á hverja DVD sendingu og svo $1.95 á disk <br><br>Dæmi: $29.95 + $6 + $1.95 * 80(Gengi $) * 1.01 (vátrygging) * 1.10(tollur) * 1.245(Vsk) = 4194Kr + 200 kr í eitthvað helvítis gjald á pósthúsinu.<br><br>Þetta er að vísu ekki 100% rétt þar sem Vsk á í rauninni ekki að leggjast á tollinn en það munar ekki nema nokkrum krónum þegar maður er með svona litlar upphæðir<br><br>Svo er maður stundum heppinn og fær pakkann bara beint heim án þess að borga toll+vsk :-)<br><br>Að vísu er lang gáfulegast að panta frá dv-depot og láta þá henda hulstrinu úti og setja bara diskinn og “kápuna”(coverið) í þunnt umslag og fá þetta inn um lúguna, svo er bara að kaupa sér Case-Logic DVD “tösku” og hafa myndirnar þar, betra að festa hana með keðju við borðið ef maður er með party.<br><br>Ps. Ég á held ég Excel sjal sem reiknar þetta nákvæmlega út, ég get sent þeim sem vilja það.<br>heiggi@simnet.is