Mörg sjónvörp styðja ekki s-video signal í gegnum scart-tengi. Ef sjónvarpið þitt hefur sér s-video tengi fáðu þér þá frekar snúru sem er með s-video í báða enda.
S-video og scart sjónvarpssignölinn virka á gjörólíkan hátt og margir sjónvarpsframleiðendur gera ekki stuðning fyrir s-video í gegnum scart tengið sitt líka.
Félagi minn var með svipað vandamál um daginn og ég ráðlagði honum þetta. Hann var reyndar svo heppinn að hafa s-video tengi á sjónvarpi en því miður eru ekki mörg sjónvörp með þannig, enda í rauninni amerískur staðall. Þetta reddaðist hjá honum.