Indenpendence Day
Hér sem fylgir er skoðun mín á merkingu myndarinnar ID-4 eða Indenpendens dei. Mennirnir eru rosa busy. Við erum búin að rannsaka heiminn, finna upp allskonar sniðugt og drepa hvort annað í svona 20 þúsund ár sitt á hvað. Þrátt fyrir gífurlega þróun erum við ennþá að drepa hvort annað á fullu og eyða tímanum í eintóma vitleysu(sbr. Persónurnar í myndinni og glötuð tilvera þeirra). Þannig að Guð(hvað sem það þýðir fyrir ykkur) ákveður að taka í lurginn á mannkyninu og sendir slatta af geimverum á þá til þess að rústa okkur. Það tekst svona nokkurnveginn, jújú og við erum á góðri leið til andskotans. En við neitum að fara að vilja Guðs. Við erum of þrjósk og sjálfselsk að fara að vilja Guðs. Við erum búin að drepa hann með Bandaríska lífsmátanum og niðurbældum þjóðverjum. Guð er kannski skaparinn en hann þarf trúendur til þess að fá kraftinn sinn. En við erum öll meir og minna trúleysingjar, þó við förum í kirkju og gerum alla þá rútínu. Geimverurnar eru semsagt ennþá lifandi og eru ennþá að rústa okkur. Hvað gerir mannkynið þá?
Sendir svarta gaurinn í geimferju með einhverjum Bill Gates og hakkar geimverurnar í klessu með tölvuvírus.
Er Guð þá bara eitthvað forrit sem við viljum ekki lengur og rústum. Er hann tölva sem virkar ekki fyrir okkur sem við eyðileggjum. Ég veit ekki. Þetter bara pæling. Bless.