Veistu, þú hljómar nákvæmlega eins og gaurinn sem afgreiddi mig í Skífunni. Hann þóttist vita <b>betur</b> en ég.
Ég get líka sagt þér að ég veit betur en þú. Ég veit allt sem hægt er að vita um þetta sett fyrir utan að eiga það sjálfur. Ég veit <b>nákvæmlega</b> hvernig allar útgáfurnar af þessu setti í heiminum eru og hvernig umbúðirnar utan um þær eru. Ekki reyna að leiðrétta mig í þessu.
Norðurlandaútgáfan er ekki, ég endurtek, EKKI eins og hún er pökkuð í Skífunni. Hvers vegna ættu umbúðir Norðurlandaútgáfunnar að vera eins og allar aðrar PAL útgáfur nema að það vantar helminginn af umbúðunum??
Ef þú skoðar <a href="
http://www.dvdtimes.co.uk/imagepopup.cgi?image=protectedimage.php?image=alienquad_r2pack1large.jpg“>þessa mynd hér</a> þá sérðu myndina af umbúðunum eins og hún er á öllum PAL svæðum, Nörðurlöndin, Evrópa og Ástralíu. Eini munurinn á þessari mynd og því sem þú sérð í skífunni er sá að það vantar pappaslíðrið sem í raun heldur allri pakkningunni saman. Þetta er svona álíka fáránlegt eins og ef LOTR: Two Towers Exdented Edition hefði verið seld án pappaslíðursins utan um þá pakkningu. Skífan hefði aldrei komist upp með það auk þess sem það vantar allt presentation á umbúðirnar þegar það vantar sjálft coverið. Skífan ætti kannski að fara að selja blöð og rífa forsíðuna utan af? Það ætti að selja þau betur ef eitthvað er að marka hugmyndafræðina bakvið Quadrilogy boxið.
Ástralska útgáfan er nákvæm hliðstæða norðurlandaútgáfurnar okkar, íslenskur texti og alles. Get sagt þér að umbúðirnar eru nákvæmlega eins og þær Bresku. Sama gildir ef þú kíkir á heimasíður í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.
Ennfremur bendi ég þér á að kíkja á <a href=”
http://www.skifan.is“>www.skifan.is</a> og kíkja á myndina af pakkanum þar. Getur fundið hana <a href=”
http://www.skifan.is/skifan/product.asp?SKU=9525231D&parent_id=58">hér</a>.
Hvernig stendur á því að heimasíðu fyrirtækisins sé mynd af pappaslíðrinu en ekki innri pakkanum eins og er í verslununum? Afar dularfullt.
Nú er ég ekki að ásaka skífuna um að hafa tekið helminginn af pakkningunni og hent henni. Skal alveg trúa því að þeir hafi fengið þetta svona. En mér finnst fáranlegt að þeir hafi ekki gert neina athugasemd við þetta og það sem mér finnst hneyslanlegt að starfsmenn skífunnar neyti því að það sé neitt að þessu þegar viðskiptavinur geri athugasemd og hreinlega neiti að líta í málið vegna þess að þeir eru of latir eða eitthvað og erum dólgshátt og yfirgang í þokkabót.
Algjörlega ófyrirgefanlegt.