Guð minn góður!!!
Ég fór á óvissusýningu í einu af bíóhúsum borgarinnar og hugðist sjá eina af fjórum myndum sem kynntar voru það voru: “X-men”, “Scary Movie”, “What lies beneath”(eða hvað sem hún hét) og svo “Big momas House”(hvurjum er ekki sama hvað hún heitir) og var sú mynd sú eina sem mig virkilega langaði alls EKKI til að sjá, en viti menn, auðvitað var hún sýnd! Hvurslags RUSL!!!!<br>Þetta var í fyrsta skipti sem ég gekk út af kvikmynd í hléi(því bulli sem hlé eru), og vitið þið hvað, mér leið vel á eftir vitandi að ég gat bjargað einhverju af minni geðheilsu, því þetta rusl(ekki mynd, mynd er eitthvað sem framleiðendur þessarar myndar hafa greinilega ekki séð nema til þess að herma eftir og endurnýta brandara) er ekki nokkrum mannni sæmandi. Hún er eingöngu gerð með gróða í huga: 1. Náum í leikara sem er tiltörulega vinsæll, en nógu ódýr. 2. Blöndum saman tveimur vinsælum myndum, “Mrs. Doubtfire” og “Nutty Proffessor”. 3. Troðum einhverjum söguþræði sem við sáum á klósettvegg inn á milli. Og útkoman úr því er “Big Momas House”! Ef þessi mynd mun verða minnst sem “skemmtunar” eða “snilldar” þá á sá hinn sami engan tilverurétt! Því ef hún reynist vinsæl þá mun líklega ríða yfir okkur bylgja af svona mannskemmandi rusli!…<br><br>Varið ykkur á þessarim “mynd”!!!