Til að skilja þetta regions dæmi þá þarf að skrifa smá sögu fyrst.
Regions (svæði), eins og nafnið gefur til kynna, var ætlað til að flokka jörðina í markaðssvæði <a href="
http://www.hugi.is/dvd/“>(hægt að sjá neðarlega á þessari síðu)</a> svo hægt væri að gefa út DVD myndir á einu markaðssvæði en ekki öðru, til dæmis þá vildu stóru kvikmyndaverin bjóða fólki í Bandaríkjunum uppá kvikmyndir sínar á DVD mun fyrr innan Bandaríkjanna heldur en utan þeirra. Einnig buðu þeir mun meira aukaefni fyrir Ameríkanana heldur en þá sem bjuggu á öðrum markaðssvæðum.
Neytendur í Evrópu og víðar urðu mjög ósáttir með þetta fyrirkomulag. Þetta skapaði mikið óhagræði og mikið vesen fylgir því að þurfa að fylgjast grannt með því hvort DVD diskurinn sem þig langar í sé einmitt fyrir ”þitt svæði“.
Region kóðinn hefur alla tíð verið vanþróaður og eitt fyrsta (og stærsta) áfallið fyrir kvikmyndaverin var þegar fjölkerfa DVD spilarar komu á markaðinn í Evrópu og víðar.
Svo virðist sem framleiðendur DVD spilaranna hafi séð ákveðið tækifæri til að auka söluna með því að hætta að framleiða þá samkvæmt þessari <i>”svæða forskrift“</i> en salan hafði farið hægt af stað í byrjun, bæði vestan hafs og austan.
Þegar fjölkerfa DVD spilarar komu á markað þá rauk salan af stað um leið. Þannig ”<i>sviku</i>“ framleiðendur kvikmyndaverin = gott fyrir alla aðra :)
Paramount eða Sony (man ekki hvort) svaraði framleiðendum með RCE kóðanum (Regional Coding Enhancement). Þessi kóði er líka vanþróaður og það var hægt að komast framhjá honum áður en hann kom út.
Hann virkar þannig ef ég ímynda mér DVD-diskinn sem eina persónu og spilarann sem aðra:
,,DVD spyr. Spilar þú Region 1?
,,Spilarinn svarar. Já.
,,DVD spyr. Spilar þú Region 2?
,,Spilarinn svarar. Já.
Ef það gerist þá spilast diskurinn ekki. Spilarinn hefði þurft að svara með ”nei“.
Flestir ódýrari spilarar ráða ekki við þetta en aðrir fara bara framhjá þessu. Ég ætla ekki að lofa því en mig minnir að það séu spilarar sem hægt er að stilla á Region 0.
Flest kvikmyndaverin hafa lúffað fyrir kröfum markaðarins og bjóða í dag sama efni á svipuðum tíma um allann heim, svo framarlega sem þeim er unnt. Það eimir enn af gömlu stefnunni sem sést best þegar myndir eru löngu komnar á DVD í Ameríku áður en þær koma í bíó annarsstaðar, sem dæmi þá er hægt að taka nýju Disney myndina <a href=”
http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/B00005JM02/qid%3D1070322095/sr%3D11-1/ref%3Dsr%5F11%5F1/102-3992279-7504910“>Finding Nemo</a>. Í byrjun árs var Finding Nemo áætluð sem jólamynd á Íslandi henni var flýtt einhverra hluta vegna, hmmmm…..
Bretar eru síðan ennþá duglegir við að klippa allar myndir niður fyrir snobbaðar breskar húsmæður sem mega ekki sjá neitt nema ”Húsið á sléttunni" myndir þannig að hasarmyndir er ekki sniðugt að panta þaðan.
Ég er að gleyma einhverju í sögunni þannig að það vantar í nokkrar eyður. Læt það vera í bili.
Fáðu þér bara góðan DVD spilara sem spilar öll svæði og líka þennan RCE kóða. Það er langbest. Pantaðu svo frá nokkrum netverslunum og berðu saman verð, gæði og þjónustu (eða lesa nokkrar af þeim fjölmörgu vönduðu greinum sem hafa verið skrifaðar hér á Huga um netverslanir og taka mið af því).
<br><br>___________________________________________________
Einhverra hluta vegna var ekki meira skrifað??