Ég hef pantað bæði frá Amazon.com og Play.com.
Amazon er alveg hægt að treysta og áætlaður komutími stenst jafnan. Amazon er hinsvegar ekkert sérlega ódýr, best að panta soldið í einu til að spara örlítið á sendingarkostnaðinum.
Ég hef ekki lent í neinum raunverulegum vandamálum með Play. Það hefur tvívegis komið fyrir að diskur hefur ekki skilað sér (ég hef pantað um 50 diska frá þeim). Í bæði skipti sendu þeir annan disk í staðin strax og ákveðið langur tími var liðinn (tvær vikur frá því að hann fór í póst). Þannig að þú þarft ekki að kvíða því að hlutir hverfi bara í póstinum. Play er með ágæt verð, skoðaðu sérstaklega “bargains” sem þeir eru með hverju sinni. Má oft gera kjarakaup. Þegar pantað er frá Play.com er nauðsynlegt að hafa einn hlut í huga, þeir senda hvern titill sér. Ef þú pantar tvo titla, þá færðu tvo pakka. Þetta skiptir ekki neinu máli varðandi sendingarkostnað þar sem hann er innifalin í listaverðinu hjá þeim en þetta þýðir af (nema pakkarnir komi sama dag) þá þarf að greiða tollafgreiðslugjald fyrir hvern titil. Það er 350 kr. Þetta gerir það einnig að verkum að óhætt er að prófa Play.com með bara einum diski fyrst.