Björk ekki tilnefnd
Já, þetta er nú meira kjaftæðið þarna í þessari akadémíu. Jú, ekki var hún Björk tilnefnd að þessu sinni. En í staðinn var lag hennar úr Myrkradansaranum tilnefnt. Julia Roberts var tilnefnd og er það skandall. Hún var ekkert meira en ágæt í hlutverki sínu í Erin Brokovich. Auk þess er hún systir B-mynda goðsins Eric Roberts og ekki er hægt að láta manneskju jafn skilda honum fá Óskars styttuna. Ekki má gleyma því að Jim Carrey var dissaður á síðustu hátíð, þrátt fyrir stórkostlegan leik í Man on the Moon. Já, Óskarinn er bara kjaftæði eftir allt saman. Ef einhver er sammála mér um þessa niðurstöðu þá vill gjarnan fá reply.