Það er breytilegt eftir því hvaða mynd er verið að tala um.
Þegar um er að ræða mjög vinsælar myndir þá er gjarnan hægt að fá þær á góðu verði í verslunum eins og BT. Það þarf stundum reyndar aðeins að bíða eftir að þær lækki. Fjölmargar myndir sem koma út á 3.200 kr (eða hærri) eru komnar á 1500-2000 kr innan nokkura mánaða.
Þá er einnig alltaf þess virði að skoða úrvalið þegar sérstakir “DVD sölumarkaðir” (eða hvað það er nú kallað hverju sinni) er í gangi (t.d. í Hagkaup Smáralind). Oft hægt að gera góð kaup. Maður verður bara að vera meðvitaður um hvað algengt verð á myndinni er.
Þegar það kemur af fágætari titlum á borgar sig jafnan að panta þær að utan. Play.com kemur að jafnaði vel út úr verðsamanburði á öllum titlum nema þessum massa vinsælum titlum sem eru lækkaðir niður úr öllu valdi þegar þeir sitja uppi með umfram birgðir. Einnig er Play með gott úrval af “Bargain” titlum
http://www.playserver5.com/play247.asp?page=promotions&r=R2Stundum er hægt að gera hreint ótrúleg kaup. Muna bara að reikna inn tollafgreiðslugjald (350kr) 10% vörugjald og 24,5% VSK á sendinguna (og að Play sendir hvern disk sér).