Góðan dag,vonandi má ég senda þetta efni hérna . Hef áhuga að heyra reynslu ykkar ef einhver er í sambandi við því að nota skjávarpa sem sjónvarp.Og er hægt að nota þetta eins og sjónvarp með öllum möguleikum.Látið heyra í ykkur.
Mæli með að þú spyrjir frekar að þessu á hugi.is/graejur. Annars er verulega dýrt að nota skjávarpa sem sjónvarp. Perurnar í allra nýjustu skjávörpunum duga flestar í 3000 klst. og einstaka ná upp í 5000 klst. Ef þú ert að nota varpan sem sjónvarp máttu þá vel búast við að þurfa að skipta um peru einu sinni á ári. Hver pera kostar ca. 50.000 kall en getur vel kostað meira, þannig að nota þetta er mjög dýrt, og sérstaklega ef nota á skjávarpann dagsdaglega og lengi í einu.
Annað sem þú þarft að hafa í huga er að þú verður að stjórna algjörlega birtuskylirðunum í herberginu sem þú ert að horfa í. Það gengur yfirleitt illa að sjá myndina nema að herbergið sé algjörlega myrkt, ekki ljósglæta sem komist inn. Sumum finnst það óþægilegt þegar það er bara að horfa casually á sjónvarpið. Þannig að e.t.v. er þetta eitthvað sem hentar þér ekki.
Það þarf ekki að hafa kol svarta myrkur til að horfa á skjávarpa. best er að fá sér skjávarpa með sem flestum LUMENS, því fleiri lumens því bjartara geturu haft í herberginu.
Það er margt annað sem kemur inn í en bara lumens. Contrast er einn stærsti factorinn fyrir utan lumens. Skjávarpar sem notaðir eru til að horfa myndir og annað eru yfirleitt með mun minna lumens og contrast en business skjávarparnir því þeir eru með boost-aðar grænu litarásirnar til að láta það virðast sem að þeir hafi meira contrast og lumens, sem virkar ekki með venjulegum varpa.
Og þó svo að hann sé með háa lumens tölu þá <b>þarftu</b> að vera með 100% light-controlled herbergi.
ömm, ég held að í þessum skjávarpa sem við erum með, notum samt ekkert svo mikið, að þá sé bara 12colta Haloogen pera sem þarf stundum að skipta um, og þær eru ekkert svo dýrar, er samt ekki viss, fósturpabbi minn sagði bara þetta….. (þetta er einhver Sony Skjávarpi)<br><br>_________________________________________________ <i><u><b>Okey…</b></u></i
Treystu mér, þetta er <b>ekki</b> einhver halogen pera. Þetta eru <b>verulega</b> dýrar perur sem eru framleiddar í litlu upplagi. Þær innihalda dýrar gastegundir sem er sett inn í þær undir miklum þrýstingi.
Þú getur ekki bara sett einhverja peru í þetta og haldið að hún sé nógu sterk og þoli þann gífurlega hita og álag sem þessar perur eru undir.
Það er sama hvaða skjávarpa þú kaupir, þú munt þurfa borga 50.000 krónur lágmark fyrir nýja peru í hann, það er köld staðreynd.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..