Ég er búinn að vera skoða www.play.com soldið mikið undanfarið og mig er farið að dauðlanga til að panta mér myndir og tónlist þaðan þar sem þeir eru með frábær verð á öllu saman, en ég var að spá í hvort það borgaði sig. Er einhver hérna með reynslu af því að panta þaðan? Og getur einhver sagt mér hvernig þetta með tolla og þessi andskotans flutningsgjöld er.
T.d ef mig langar til að panta mér mynd sem kostar 15pund og pundið er 120kr, þá kostar myndin semsagt 1800kr úti en hvað kostar hún komin hingað :)
Með fyrirfram þökk :*
Arnar<br><br>Undirskriftir gegna engum tilgangi.