Ég spáði svoldið í þessu hérna fyrir nokkru og komst að því að maður er betur settur án textans en með. Ég gat ekki betur séð en að það væri töluverð vinna að koma textanum á diskinn, með myndinni, svo vel væri. Þau forrit sem gera þetta eru yfirleitt mjög flókinn og leiðinleg í vinnslu, fyrir utan það að það var ekki alltaf auðvelt að finna þau, sbr. I-Author (sem á að vera best í svona vinnslu). Þó þú sért búinn að finna rétta forritið og kunnir að setja textan við myndina að þá átt þú enn eftir að útvega þér textann. Ég fann þó eina síðu sem var með helling af textum, meira að segja nokkra íslenska! Slóðin að síðunni er
http://dvd.box.sk/ . Ég setti upp forrit í tölvunni hjá mér sem heitir VobSub og það ræsir sig þegar ég spila AVI fæl og hef réttan texta fæl í sömu möppu og AVI fællinn er og þá fæ ég textan hérna í tölvunni. Brill! Gangi þér vel með þetta!
Kveðja,
deTrix