Ég vil segja ykkur frá einni mynd sem ég fékk martraðir af þegar ég var lítil! Alice in Wonderland, eða Lísa í undralandi. Ég veit ekki af hverju en í rauninni er þessi mynd innsýn í geðveiki. Hugsið um þegar hún datt, og sjúki fjólublái kötturinn! Ekki að nefna drottinguna sem vildi höggva af henni hausinn. Ég meina, er þetta fyrir litla krakka eða hvað? Ég veit að að sjálfsögðu eru til krakkar sem finnst þessi mynd mjög skemmtileg en ég held að það sé bara útaf því að þau sjá ekki í gegnum hana! Er einhver sammála mer?