Ég þarf virkilega að komast að því hvað ein mynd heitir sem var í uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil!
Eftirfarandi lýsing er það sem ég man úr myndinni!
Myndin gerðist í framtíðinni á annarri plánetu (að ég held), hún fjallaði um hóp af krökkum á munaðarleysingjahæli sem var í raun þrælkunarbúðir. Sandur og þurrkur er ríkjandi og vatnskortur er ástæðan fyrir að enginn flýr hælið. Einhver heldur að hann eigi foreldra á lífi og þessi hópur ákveður að flýja og leita þeirra með hjálp einhvers konar fljúgandi furðuhlutar. Allir eru á hjólaskautum!
Vitið þið nafnið á þessari mynd?? Veit einhver um hvað ég er að tala…. ég man engin nöfn á leikurum heldur.. bara plottið! Verð gráhærð ef ég fæ ekki nafnið fljótlega!!