Besta lausnin erlendis held ég að sé bara að mæta út í búð með þá diska sem þú getur ekki spilað og reyna að finna réttan spilara þannig.
Ofs hefur nokkuð til síns máls. Það voru framleiðendur DVD spilaranna sem tóku frumkvæðið í að búa til multi region spilara einmitt vegna þess að sums staðar í heiminum (eins og á Íslandi) vill fólk geta keypt myndir án þess að þurfa að hugsa um hvar í veröldinni diskurinn er keyptur.
Ameríkanar hugsa allt öðruvísi (Ameríkanar eru EKKI! eins og Kanadabúar). Ameríkanar halda til dæmis flestir að öll veröldin sé ein stór Ameríka (sjá fréttir og annað sem ég skrifa ekki um hér). Þessvegna vita(vissu) margir Kanar ekki að það eru til Multi-region DVD spilarar og þeim er í raun alveg sama (því hjá þeim er veröldin bara ein stór Ameríka).
Félagi minn lenti í þessu sama vandamáli þegar hann var að læra útí Oklahoma. Hann fór í raftækjaverslun og spurði um “Multi-Region DVD Player”. Sölumaðurinn hló bara og vissi ekki hvað hann var að tala um!!!
<br><br>___________________________________________________
Einhverra hluta vegna var ekki meira skrifað??
___________________________________________________