Ég er líka að spá í þessu. Svk. Skífunni, þá er PS2 uppseld nú, kemur aftur í janúar, kostaði 40þ. Lux er í sama helsissvæði og við, svæði 2, svo PS2 keypt þar hlýtur að virka fínt hér.
Þeir kostir sem ég sé við PS2 sem dvd spilara eru:
* Frekar ódýr (ódýrustu spilarar kosta 29.999, dýrustu sem ég myndi kaupa eru 50þ, þannig að PS2 er ekki slæmur á 40þ)
* Er góð leikjatölva að auki
* Ýmsir óbirtir möguleikar (cable tv, video on demand, usb, pcmca)
* Flott útlit :)
Ókostir:
* Nánast viss um að multi-region hökk eru ekki vinsæl hjá Sony
* Kemur án fjarstýringar (stór mínus) þó að hægt sé að kaupa 3rd party fjarstýringar (og sony fjarstýringar í framtíðinni?)
* Ekki viss um að önnur þau þægindi sem eru á jaðri höfundarréttarlagana, svo sem mp3 og cd-r vcd afspilun séu vel studd
Ég verð að viðurkenna að ég myndi ekki kaupa bara út af fjarstýringunni. Nenni ekki að treysta á einhverjar 3rd party lausnir sem ég veit ekki hvernig koma út, og fjarstýringarleysið er það sem pirrar mig mest við núverandi dvd-afspilunarkerfi mitt (pc tölva -> decoder kort -> sjónvarp).
Nánari uppl t.d.:
http://ps2.ign.com/news/15962.html<BR