Myndin Gerist í Skotlandi og byrjar á því að maður að nafni William Wallace (Mel Gibson) missir föður sinn mjög ungur og fer í fóstur hjá frænda sínum. Hann kennir honum Latínu og skylmingar sem á eftir að reynast honum vel. Hann snýr svo aftur til gamla bæjar síns þegar hann er orðinn eldri og lendir þar í ástarsambandi við konu að nafni Murron. Hún er svo drepin af liðsmanni enska konungsins og hefnir Wallace hennar með því að drepa alla hersveit konungsins, með hjálp annarra Skota. Skotarnir fara svo í stríð við Englendingana og er þar mikið um svik og hugleysi.
Myndin er einstaklega vel gerð og er engin tilviljun að hún vann óskarinn árið 1995 sem besta myndin.
Hún er vel leikin, henni er vel leikstýrt og sviðsetningin er frábær. Hún hefur allt sem góð mynd þarf að hafa.
Hún fær 3 ½ stjörnu hjá mér af fjórum mögulegum.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World