Eins og ég lýsi í nýlegri grein þá er ég að spá í að losa mig við gömlu græjurnar og kaupa gott heimabíókerfi sem jafnframt er hægt að nota til tónlistarflutning.
Ég keypti nýlega disk í Skífunni sem er ritvarinn og ég get því ekki notið þess að hlusta á hann í tölvunni (sem ég sit gjarnan framan við). Því fór ég að hugsa: Er hægt að spila svona Skífu-aumingja-drasl diska í DVD spilara? Er þetta heimabíóconcept mitt að falla um sjálft sig vegna meðvitaðrar gæðarýrnunar á þessum framleiðsluvörum Skífunnar?

Potemkin