Ath það sem ég skrifa hér að neðan er eftir bestu vitund, þarf ekki að vera 100% rétt, en er vonandi nálægt því.
Vörn á dvd diskum átti að vera óleysanleg, en fyrir um fimm árum var Skandinavi (norðmaður held ég, feðgar að mig minnir), sem komst framhjá þessum kóda. Hann(þeir) var kærður og er málaferlum að ljúka að mér skilst.
En ok snúum okkur að nútímanum, í desember árið 2002 kom út fyrst forritið sem gerir hreint afrit af dvd diskum, með einu forriti. Þ.e. afritar dvd diska yfir á tóma dvd. Þetta forrit heitir “dvd x copy” og hefur verið selt í amk nokkur hundruð þúsund eintökum. Þetta er jú ætlað fyrir fólk sem vill taka afrit af sýnum eigin geisladiskum. En amk þá hafa 7 stærstu kvikmyndaver í hollywood kært þetta fyrirtæki og hefur reyndar fyrirtækið einnig kært kvikmyndasamsteypuna. En ok, ef þið trúið ekki lesið þá á www.321studio.com og þar er vísað á ýmsar greinar í virtum ritum þar sem fjallað er um að þetta forrit svínvirki. Ég á þetta forrit núna, en á eftir að kaupa skrifarann, sem verður vonandi mjög fljotlega og skal ég láta vita hvernig þetta virkar.
Kveðja
[I'm]Eagle