Ég er mikill áhugamaður um hryllingsmyndir og hef séð þær allnokkrar. Þó er slatti af myndum sem ég á eftir að sjá og ef þið vitið um einhverjar góðar, endilega látið mig vita.
Hér er listinn minn (ekki í neinni sérstakri röð)
*The Exorcist, Meistarinn sjálfur.
*The Shining, Stanley Kubric í essinu sínu.
*The Changeling, Mæli með þessari, kom mér óhugnalega á óvart.
*Nigtmare On Elmstreet(allar 7), Freddy Kruager klikkar ekki.
*The Others, Kom mér á óvart, frekar góð
*Childsplay myndirnar, Góð skemmtun, Held að ég hafi aldrei hlegið eins mikið og af Bride og Chucky.
*The Sixth Sense, Þessi er góð.
Er örugglega að gleyma einhverjum en læt þetta duga, endilega látið mig vita ef ykkur finnst að einhver mynd ætti að vera þarna.
P.S. Ég tel Scream, og I know what you did las summer og allar svoleiðis myndir ekki til hryllingsmynda heldur tómt rusl.
[3Gz]DonaldDuck