Hafiði horft á sjónvarpið og séð að kvikmyndir eru nefndar algjörlega upp á nýtt! Það er ekki gaman. Síðan er rétta þýðingin kannski ekki undir, og maður heldur að þetta sé einhver allt önnur kvikmynd sem um ræðir!

Ég sá að á textavarpi Ríkissjónvarpsins var dagskrá skjáseins, þar stóð orðrétt:

“19:00 Lord of the rings - Twin Towers”

Hvað er fólk að meina með þessu?

Ég sá sömu mistökin í skífunni! Í 4 eða 5 sæti á tölvuleikjalistanum stóð stóð:

“LOTR Twin Towers”.

Þetta viltu ekki sjá… Myndin heitir Lord of the Rings two towers! Fyrir starfsmenn textavarpsins og skífunnar.

Kíkiði í fyrirsögn þessarar síðu:

http://www.kidzworld.com/site/p2721.htm

Sömu mistökin, getur fólk virkilega gert þetta svona oft!

Mér finnst að þetta eigi ekki að geta gerst svona oft bara fyrir tilviljun, og mér finnst líka að fólk ætti að huga betur að þýðingum.

Hvað finnst ykkur?