Þetta er einmitt gagnstætt því sem flestir sérfræðingar mæla með, þeir segja:
Eyddu 2/3 af budgetinu í hljóð-setup. Hljóð skiptir meira máli uppá að gera menn ‘immersive’ í því sem þeir eru að horfa auk þess eru eyru mun minna ‘forgiving’ ef hlutirnir eru lélegir og meira ‘rewarding’ ef þeir eru góðir (maður hefur sætt sig við að horfa á efni í allskonar krappí gæðum og sætt sig við það, en lélegt hljóð á maður afar erfitt með að sætta sig við því eyrun einfaldlega geta ekki aðlagað sig að því þó augun geti aðlagað sig að lélegum myndgæðum). 2/3 af hljóð-setup budgetinu skal fara í hátalara, það skiptir miklu meira máli að eiga mjög góða hátalara sem endast þér lengi því þeir eru minna líklegir til að þurfa ‘upgrade’ eins og heimabíómagnarar þegar ný tækni kemur á markaðinn.
Auk þess verður hljómurinn aldrei betri en hátalarnir geta skapað.
Hvað varðar upprunalega póstinn þá er þetta ekki neinn rosalegur peningur fyrir sæmilegt heimabíó, ef þú ætlar að hafa þetta eitthvað almennilegt væri kannski sniðugt að eyða 100-150 þús. (eða meira) bara í hljóð græjur.