Ég fór í bíó um daginn á James Bond, Die another day.
Persónulega fannst mér hún ekki jafnast á við margar af þeim gömlu góðu, en skemmtanagildið fínt.
Eftir myndina fórum ég og vinur minn að tala um myndina og kom það upp í umræðunni hver, yrði næsti Bond.
Ég hef hugsað mikið um það en ekki fundið neinn sem gæti hugsanlega leyst Pierse Brosnan af.
Vinur minn stakk upp á Hugh Jackman, sem gæti orðið fínn en mér finnst hann bara ekki passa alveg í hlutverkið.
Er orðið svona lítið eftir af svölum gaurum í kvikmyndabransanum.
Brosnan er farinn að eldast svo að framleiðendur Bond myndanna ættu að fara að leita að nýjum Bond.
Annars hefur mér fundist Brosnan standa sig með sómi í þessu hlutverki og ekki gefa Sean Connery neitt rosalega mikið eftir.
Hver verður næsti Bond.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World