Ég var að sjá grein á leikjatölvu áhugamálinu sem heitir “Veldu nú þann sem að þér þykir best/ur” eftir jonkoRn. Þar er svona kosning um bestu tölvuleikina og svo framvegis. Hvernig væri að hafa svona kosning á þessu áhugamáli um kvikmyndir? Mér þykir það helvíti sniðugt! Hér eru dæmi sem við gætum haft sem tilnefningar:
Besta mynd ársins:
Besta leikstjórn:
Besti leikur hjá karlmanni í aðalhlutverki:
Besti leikur hjá kvennmanni í aðalhlutverki:
Besti leikur hjá karlmanni í aukahlutverki:
Besti leikur hjá kvennmanni í aukahlutverki:
Besta tónlist:
Besta kvikmyndataka:
Versta mynd ársins:
Versta leikstjórn:
Versti leikur hjá karlmanni í aðalhlutverki:
Versti leikur hjá kvennmanni í aðalhlutverki:
Versti leikur hjá karlmanni í aukahlutverki:
Versti leikur hjá kvennmanni í aukahlutverki:
Versta tónlist:
Versta kvikmyndatakan:

Svo væri líka hægt að vera með svona notanda og greina kosningu en ég er mótfallin því að vera með hana neikvæða. Einugis jákvæða.

Þetta væri svona okkar útgafa á óskar.:) Nema náttúrulega miklu alvarlega.:) Svo væri almennilegt fólk að kjósa og myndi ekki kjósa einhverjar hollywood klisjur! Einugis góðar myndir!

Það þarf náttúrulega einhvern admin sem myndi nenna þessu.
En hvernig líst ykkur á þetta?