Dolby Digital Surround EX er í rauninni bara 6 rásir því að surround back rásin er matrixuð með magnaranum/prossesornum sem þú notar til að hlusta á með, svipað og með Dolby Surround Pro Logic sem er stuðst við 2 rásir og síðan er miðjunni og surroundinu bætt við með magnaranum.
dts-ES (Movie, Music) er sama smjörið en ef það er “dts-ES discrete” þá er það alvöru 7 rása hljóðkerfi, sem þýðir að surround back rásin er á DVD disknum sér með hinum rásunum en ekki matrixuð eins og hitt dótið. Síðan er líka til “dts-ES discrete 7.1” og er eftirfarandi: Front left, Center, Front right, Surround left, Surround right, Surround back left, Surround back right og Subwoofer(LFE)
Samtals 8 rásir og er það mesta sem er hægt að setja á DVD disk í dag! Þetta kerfi hefur reyndar ekki ennþá verið sett á DVD því að það er engin prossesor/preamplifier/receiver sem getur lesið úr þessu!
Ég hefði reyndar ekkert á móti því að heyra þetta hljóðkerfi!:)