Á mínum mótunarunglingsárum kom mynd sem breytti hegðun minni, og örugglega fleiri á unglingsárunum. Þegar ég var í 9 bekk var ég byrjaður að fikta við reykingar og nokkrir kunningjar í 10 bekk voru farnir að fikta við hass. Það var því ljóst að ef þessi mynd hefði ekki komið til hefði ég örugglega leiðst út á sömu braut.
Þessi mynd sem um ræðir er myndin Trainspotting, sem allir sem fæddir eru fyrir 1987 þekkja mjög vel. Fyrir þá sem þekkja þessa mynd ekki þá sýnir hún mjög vel heim heróínfíkla í undirheimum Edinborgar í Skotlandi.
Hvað kemur þetta þessum þræði við? Jú, ég er að reyna að athuga hvort að þessi mynd hafi komið út á DVD með íslenskum texta. Ég er farinn að efa það stórlega. Í Bandaríkjunum hef ég séð hana með enskum texta (örugglega fyrir kanana til að skilja skoska hreiminn), í Þýskalandi er hún aðeins til með eingöngu þýsku tali. Í Bretlandi er hún til með ensku tali, og engu öðru. Á Norðurlöndunum (-Íslandi) er hana að finna á ensku með textum landanna, en hvergi finn ég Íslenskan texta.
Ég verð að vera alveg hreinskilinn og viðurkenna það að ég á ekki gott með að skilja þennan skoska hreim oft á köflum og langar því að kaupa mér þessa mynd, aðeins ef hún er til með íslenskum texta. Ef einhver veit um þetta þá væri það fínt að fá uppgefið hvar. Síðan vildi ég athuga hvort að það væri sniðugt að senda útgefanda myndarinnar á Íslandi bréf og hvetja til þess að gefa hana út með texta.
Auk þess á ég í svipuðum vanda með myndirnar Taxi og Taxi 2. Veit einhver hvort að þessar myndir eru til með íslenskum texta???
Kv.
Nonni