Nýjasta mynd Happy Madison fyrirtækisins MASTER OF DISGUISE var frumsýnd í kvöld og skellti ég mér á þessa sýningu.
Dana Carvey fer með hlutverk vitleysingsins Pitazhio Diguisey og vinnur á Ítölskum veitingastað sem að pabbi hans Fabrizio á.
Þegar kemst í ljós að foreldrum Pitazhio hafi verið rænt er aðeins eini mögleikinn á að bjarga þeim og hann er að Pitazhio hitti afa sinn og læri að verða meistari dulargerfanna og feta í fótspor föður síns sem meistari en örlögum hans hafa verið haldið leynd honum allt frá fæðingu.
Mikil hlátrasköll og mikið gaman
mæli eindregið með þessarri mynd fyrir fólk með fjölbreyttan húmor.
**1/2 /***** stjörnurnar koma aðeins fyrir grínið en söguþráðurinn hefði mátt vera safaríkari og betri.