Masters of the Universe (1987) Hver man ekki eftir He-Man og vinum hans? Allir sem eru á aldur við mig og nokkrum árum eldri kannast við þessa ofur-ofurhetju. Við horfðum á hann í sjónvarpinu og flestir áttu helling af He-Man köllum. En færri vissu sennilega af því að árið '87 (þegar ég var tveggja ára…) var gerð mynd um ævintýri He-Mans. Í henni leikur sænska vöðvabúntið Dolph Lundgren He-Man og gerir það ekkert voðalega vel… Auk þess er hann frekar gay eitthvað, nánast nakinn og glansar alltaf allur sennilega af einhvers konar olíuburði. Auk þess talar hann mjög lélega ensku. Ég hafði vitað af tilvist þessarar myndar í nokkurn tíma og þegar ég rakst svo á hana á vídeóleigu einni hér í bæ ákvað ég að skella mér á hana. Ég vissi fyrir fram að þetta væri ekkert voðalega merkileg mynd en hún var verri en ég hafði þorað að halda…

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið: Skeletor er búinn að ná völdum yfir Eterniu (plánetunni hans He-Man) en He-Man veitir enn mótspyrnu ásamt einhverjum félögum sínum. Skeletor er sem sagt búinn að ná “The Castle of Gray Skull” en He-Man hyggst koma sér þangað inn á ný og bjarga deginum. Á einhver undarlegan hátt berst baráttan til Jarðar (með einhverjum víddarlyklum…) og jarðarbúar dragast inní baráttuna, eða svona þar um bil. Ég er ekki að spoila neinu þegar ég segi að að sjálfsögðu vinna He-Man og félagar…

Tæknibrellurnar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, enda er myndin í eldri kantinum, t.d. er gervið hans Skeletor frekar lélegt. En það sem olli mér mestum vonbrigðum voru byssurnar, já ég sagði byssurnar! Það voru engar byssur í He-Man, bara sverð og galdrar! Skeletor átti sem sagt fullt af fylgdarliði (minnti mjög á “The Foot Clan” úr Turtles) og þeir báru allir einhverskonar geislabyssur. Svo voru líka bílar, eða eitthvað semi-flug-bíladæmi og bara fullt af hlutum sem maður kannaðist ekkert við úr He-Man og skemmdu gjörsamlega alla stemmingu! He-Man var að sjálfsögðu með sverð, og það ekkert smá sverð, en hann sveiflaði því engu að síður eins og það væri ekki þyngra en eitt kíló og blokkaði t.d. geislaskot með því…

Myndin var svo sem ágæt skemmtun, og gaman að sjá gamla kunningja úr He-Man þáttunum. Allar hetjurnar og skúrkarnir voru að sjálfsögðu bara vopnuð sverðum þannig að ballansinn í myndinni varð nokkuð furðulegur…

Í tveimur nokkuð stórum aukahlutverkum má sjá tvö kunnuleg andlit, Courtney Cox var að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndaheiminum þarna og kærasta hennar í myndinni leikur Robert Duncan McNeill en við þekkjum hann sennilega betur sem Ensign Tom Paris úr Voyager ;) Þetta var einnig hans fyrsta mynd.

Myndin var svona þolanleg afþreying og skildusjón fyrir alla He-Man aðdáendur fyrr og síðar, treysti mér ekki til að gefa henni stjörnur, just watch it…
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _