Silence Of The Lambs (1991)

8,5 á imdb.com og í 25# á topp 100.
Myndin vann til fimm óskarsverðlauna og var
tilnefnd til tveggja. Helst má þar nefna-
Jonathan Demme-óskar fyrir leikstjórn.
Anthony Hopkins-óskar fyrir besta leikara í aðalhlutverki
Jodie Foster-óskar fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki.

Leikstjóri: Jonathan Demme (Philadelphia, SOTL)
Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu Thomas Harris.



Margt hefur verið skrifað um þessa mynd og bæti ég eflaust fáu við
dóminn, enda tel ég mig nú ekki vera mikinn “skrifara” en ég geri
þetta aðallega til fróðleiks og skemmtunar. Ég ætla að skrifa um 4
myndir og birtast þær brátt hér á kvikmyndum.

Silence Of The Lambs er eflaust ein frægasta hryllingsmynd sögunnar
ásamt Psycho og fleirum, hún fær þennan hrylling við að skarta
svakalegustu persónu sem getur um í kvikmynd- Dr. Hannibal Lecter.
Það sem gerir þennan djöful svo ógeðslegan er það hve mikill snillingur
hann er. Mjög fær breskur sálfræðingur, hlustar á sígilda tónlist, fær teiknari
og hann er eitthvað svo voðalega “klassí” og raunverulegur. Eins og allir vita
er hann mannæta og í Silence Of The Lambs er hann kominn í fangelsi og er
að reyna að hjálpa Clarice Sterling(sem Jodie Foster túlkar frábærlega)
að ná brjáluðum fjöldamorðingja sem er kallaður Buffalo Bill minnir mig
vegna þess að hann flær húðina af fórnarlömbum sínum. Þetta er fyrsta
verkefni Clarice og því mikil áskorun, og er hún send til Hannibals
til að reyna að fá upplýsingar um Buffalo Bill. Upphefst eins konar ást
milli þeirra eða kannski bara hrifning. Hannibal ber mikla virðingu fyrir
Clarice en hún veit ekki hvað henni finnst.

Anthony Hopkins sýnir í þessari mynd hvers hann er megnugur sem leikari.
Maður fær næstum gæsahúð við að heyra nafnið Hannibal Lecter
eftir hans túlkun á honum. Og svo vantar hann ekki “bitmiklar” setningar
eins og : “I´m having an old friend for dinner !”
Jodie Foster leikur mjög vel og skilar aðalhlutverkinu með mikilli prýði.
Gaman var einnig að sjá Scott Glenn í hlutverki yfirmanns Clarice.
Mæli ég eindregið með myndinni Silverado þar sem hann fer með aðalhlutverkið.
Jonathan Demme er frábær leikstóri en gerði of fáar góðar myndir eftir
þessa, eiginlega bara Philadelphia. Hann er aðallega framleiðandi núna.

Ég ætla ekki að rekja söguþráðinn meira en þetta, og hvet alla sem hafa
ekki séð myndina að kynna sér hana og þá sem hafa séð hana að sjá hana aftur.

*****/*****