Manhunter (1986)

7,2 imdb.com , Michael Mann vann ein verðlaun
fyrir myndina og var tilnefndur til annarra. Ekkert stórmerkilegt.

Leikstjóri: Michael Mann (Insider, handrit að Ali)
Aðalhlutverk (William Petersen, Brian Cox, Denis Farina, Joan Allen)

Ég var á hinni frábæru leigu James Bönd eins og vanalega
og rakst þar á hina gömlu Lecter mynd, Manhunter,
eða ef svo mætti kalla því Lecter er aðeins í 2 atriðum í þessari mynd.
Gamla Lecter myndin var spennandi kostur og svo gekk
ég heim með bros á vör frá leigunni og tilhlökkunarsvip.
Ég hafði séð á Red Dragon 2 kvöldum áður og það hlakkaði vel í mér.
Fyrir þá sem kannast e-ð við þáttinn CSI þá leikur William Petersen
líka í Manhunter, þ.e.a.s. aðalhlutverkið eða Will Graham.
Dennis Farina fer með hlutverk lögreglustjórans sem vill fá hann aftur
og Joan Allen með hlutverk Rebu, blindu konunnar.
Allt sem gerðist í Red Dragon hefði mátt betur fara í Manhunter.
Myndin var hundleiðinleg með vondri tónlist og það var hreinlega enginn
climax í henni sem var í Red Dragon. Það vantaði bara allt “kick”
í þessa mynd. Leikararnir voru ekki góðir, og tónlistin afar slæm.
Til að mynda var samband Rebu og Dolarhyde illa leikið og illa útfært,
og góða lokasenu vantaði alveg. Þ.e.a.s. Red Dragon hafði sniðuga lokasenu
sem vantaði í Manhunter. Síðast en ekki síst verður að nefna Brian Cox
en túlkun hans á Hannibal er mikið verri en hjá Anthony. Hann fer hörðum höndum um þennan fágaða geðsjúkling. Hann túlkar hann sem óstöðugan og frekar
ófínan karakter.
Ég er mjög ósáttur við þessa mynd, en ég sé ekki
eftir að hafa leigt hana því hún er mjög áhugaverð,
og fyrir það fær hún eina stjörnu.
Dæmið fyrir ykkur sjálf.

*+/*****