Leikstjóri: Clint Eastwood
Aðalhlutverk: Clint Eastwood.
Handrit: Ernest Tidyman.
Ég vill vara fólk við Spoilerum, það eru einhverjir í greininni en ekkert sem sekmmir fyrir.
High plains drifter er fínn Clint Eastwood vestri, maður hefur nú samt oft séð hann betr. Þetta er önnur myndin sem hann leikstýrði en sú fyrsta var Play misty for me. Í þessari mynd leikur hann “The Stranger” eða þann “ókunnuga” sem allir eru hræddir við. Það var einn daginn sem hann kom inn í bæ, eftir að hafa verið þar í aðeins 20 mínutur er hann búinn að drepa þrjá menn og nauðga einni konu.
Bæjarbúar áttu von á þremur byssumönnum,eftir að hafa séð hversu góður “the stranger” er á byssur biðja þau hann um hjálp að verjast þessum byssumönnum.
The stranger ákveður að taka þessu verkefni með því skilirði að hann fái allt sem hann vill í bænum, Allt. Það er skondið þegar Clint gerir hina og þessa menn gjaldþrota með því að t.d að bjóða öllum bænum í drykk á bar einum. En upp frá þessu heldur áfram spenna og húmor.
Versti galli myndarinnar er tónlistin, en hún er ekkert sérstaklega góð.
Þessi mynd innheldur frekar gróf ofbelldisatrið og því vara viðkvæma fyrir þessari mynd.
Útkoman er tvær og hálf stjarna til þriggja stjarna.