Handrit: Ted Tally, Thomas Harris(Skáldsagan)
Tegund myndar: Thriller
Tagline: How it all began
Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Edward Norton, Ralph Fiennes, Harvey Keitel, Emily Watson o.fl.
Jæja þá er hann Hannibal vinur minn kominn aftur á hvíta tjaldið og það verður að segjast að það tókst bara betur en ég bjóst við.
Myndin fjallar um það að fyrverandi FBI maðurinn Will Graham er fengin til að hjálpa til við að ná raðmorðingja sem fengið hefur gælunafnið “The Tooth fairy” eða “Tannálfurinn”, hann er tregur til að samþykkja en á endanum byrjar hann á því sem hann gerir best, sem er að rannsaka flókin morðmál og er hann í hörkustuði og ákveður að biðja Hannibal Lecter um hjálp, þess má geta að það var Will sem kom Hannibal í tugthúsið.
Já hún bara svínvirkaði og ég varð hissa á því hve vel Brett Rattner leikstýrði ræmuni því hann er þekktastur fyrir Rush Hour myndirnar tvær, allir leikararnir standa sig mjög vel og þá helst Antony Hopkins og Ralph Fiennes einnig kom Anthony Heald skemmtilega á óvart sem hinn sjálfumglaði Fredric Chilton.
Einnig má benda á það að myndin er með alveg kolsvartan húmor og ég og kunningi minn hlógum vel og lengi yfir ýmsum atriðum sem sumir telja alls ekki fyndin.
****/*****
Svo má ráðleggja fólki að horfa ekki á trailerinn því hann gefur allt of mikið upp.
Og svo eitt kvót í endann.
Will Graham: I thought you might enjoy the challenge. Find out if you're smarter than the person I'm looking for.
Hannibal Lecter: Then, by implication, you think you're smarter than I am, since it was you who caught me.
Will Graham: No, I know I'm not smarter than you.
Hannibal Lecter: Then how did you catch me?
Will Graham: You had… disadvantages.
Hannibal Lecter: What disadvantages?
Will Graham: You're insane.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.