Leikstjórn: D.J. Caruso
Handrit: Tony Gayton
Slagorð: If You're Looking For The Truth, You've Come To The Wrong Place.
Val Kilmer leikur mann að nafni Danny Parker, eða Tom Van Allen, þú ræður. Hann missti konu sína og verður þá hluti af heimi fullum af þjófum og dópistum, og hann er einn af þeim. Hann, ásamt vini sínum Jimmy the Fin(Peter Sarsgaard) kaupa þeir og neyta dóps eins og þeir best geta. En það er meira í pottinn búið. Danny/Tom er snitch fyrir lögguna og kjaftar frá þeim sem eiga dóp og stunda sölu.
Það er svona grunnurinn af þessari mögnuðu mynd, en söguþráðurinn fer mun dýpra og hvet ég alla til að sjá þessa mynd. Hún er full af kaldhæðni og kolsvörtum húmor og í tíma og ótíma gátum við félagarnir ekki stillt okkur um hlátur. Samt, héldum við að það mundi einhver labba út, en af öllum 40 sem voru í sal 1 í álfabakka gekk enginn út. Ástæðan fyrir ályktun okkar var sú að þessari mynd var líkt við memento og af því fólki sem ég þekkti eru mjög fáir sem fundust hún góð(ég er einn af þeim sem fannst hún góð)
Hún fær, ja hvað eigum við að segja 8/10 fyrir góðan söguþráð, skemmtilega atburðarrás og kolbikarsvartan húmor.
Iceberg
A